Jónas Sig á vinsælasta lag landsins

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru á toppi Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá“.

Ný vinsældarlisti var frumfluttur í gær og fóru Jónas og Ritvélarnar þá á toppinn í sinni fjórðu viku á listanum, upp um eitt sæti. Lagið kom út þann 11. febrúar síðastliðinn eins og sunnlenska.is greindi frá.

Hljómsveitin Amabadama er í öðru sætinu með lagið „Hermenn“ og í því þriðja er topplag síðustu viku „Blank Space“ í flutningi Taylor Swift.

Vinsældalisti Rásar 2 er frumfluttur á laugardögum klukkan 15 og endurfluttur á sunnudagskvöldum klukkan 22. Vinsældalisti Rásar 2 er einnig í Hlaðvarpi RÚV og þú getur tekið þátt í vali listans hér.

Fyrri greinSilja Dögg: Við verðum líka gömul
Næsta greinAndy skoraði og Ottó fékk rautt