Jónas og Ritvélarnar á toppi árslistans

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru á toppi Árslista Rásar 2 fyrir árið 2015 með lagið „Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá“.

Listinn var frumfluttur á Rás 2 á gamlársdag en verður endurfluttur á laugardag kl. 15 og sunnudag kl. 22.

Lag Jónasar og Ritvélanna sat í sextán vikur á Vinsældarlista Rásar 2 á árinu og náði hæst toppsætinu.

Kiriyama Family á tvö lög á árslistanum, Innocence, í 44. sæti og Chemistry í 56. sæti.

Árslisti Rásar 2

Hér fyrir neðan má hlýða á lögin þrjú:

Fyrri greinSeinheppinn innbrotsþjófur á Selfossi
Næsta greinSex Sunnlendingar íþróttamenn síns sérsambands