Jónas með fjórar tilnefningar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá Þorlákshöfn er tilnefndur til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna Þar sem himin ber við haf.

Platan er tilnefnd sem hljómplata ársins og Jónas er tilnefndur sem lagahöfundur ársins í flokknum popp og rokk auk þess að vera tilnefndur sem textahöfundur ársins.

Þá eru Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar tilnefnd sem tónlistarflytjendur ársins fyrir skemmtilegt samstarf og glæsilega útgáfutónleika í Þorlákshöfn.

Fleiri Sunnlendingar eru tilnefndir en Selfyssingurinn Magnús Öder Kristinsson er tilnefndur sem upptökustjóri ársins fyrir plöturnar Moment með Láru Rúnars og Önnur Mósebók með Moses Hightower.

Fyrri greinÓvissustigi aflýst
Næsta greinSelfoss samdi við Brons