Jónas með sunnudags-hugvekju alla sunnudaga í sumar

Jónas Sig ásamt Ritvélum framtíðarinnar og góðum vinum munu flytja sunnudagshugvekju á skemmtistaðnum Rósenberg í miðbæ Reykjavíkur í allt sumar.

Um er að ræða einstaka tilrauna tónleikaröð þar sem Jónas kemur fram á öllum sunnudagskvöldum í sumar og út ágústmánuð ásamt hljómsveit sinni, en saman eru þau annáluð fyrir lifandi tónlistarflutning.

Fimm ár frá tónleikamaraþoni á Borgarfirði eystri
Jónas gerði álíka tilraun fyrir fimm árum síðan þegar hann hélt tónleika á hverju kvöldi í 18 daga í félagsheimilinu á Borgarfirðir eystri. Sú tilraun gekk vonum framar og var svo gott sem fullt hús á hverju kvöldi þrátt fyrir að íbúafjöldi þar í bæ sé ekki nema rúmlega 100 manns. Það verður því spennandi að sjá hvernig mál þróast í höfuðborginni, en í þetta sinn verður Jónas með hljómsveit sína með sér á sviði.

Rósenberg hefur fengið andlitslyftingu og státar nú meðal annars nýjum glæsilegum matseðli og hægt er að panta borð og næra sig áður en tónleikar hefjast.

Allir tónleikar hefjast kl. 21.30 og miðasala fer fram á Tix.is. Miðaverð er 3.500 kr.

Fyrri greinBúið að loka sundlauginni og íþróttahúsinu
Næsta greinÁrborg og Stokkseyri unnu stórsigra