Jólatónleikar á Café Rose

Söngkonurnar Kristín Arna og Jóhanna Ýr halda árlega jólatónleika á Café Rose í Hveragerði í kvöld kl. 21.

Þar munu þær, ásamt hljómsveit, skapa réttu jólastemmninguna með hugljúfri og skemmtilegri jólatónlist.

Hljómsveitina skipa þeir Pétur Hjaltested, hljómborð, Stefán Ingimar, trommur, Þórir Gunn, bassi og Baddi á gítar.

Miðaverð er 1.500 krónur og athygli er vakin á því að enginn posi er í miðasölunni.

Fyrri greinHelgi leiðir lista Framsóknar
Næsta greinSíðustu eintökin af sjóðheitu dagatali