Jet Black Joe opnar tónleikaveturinn

Veturinn byrjar með látum fyrir norðan eins og allir vita en hér á Suðurlandi getum verið þakklát fyrir að einu lætin eru innandyra, og það engin smá.

Nú er Vetrartónleikaröð Hvítahússins að hefjast og mun hljómsveitin Jet Black Joe ríða á vaðið í kvöld.

Sveitin fagnar 20 ára afmæli nú um þessar mundir og léku þeir af því tilefni á tvennum tónleikum í Íslensku Óperunni fyrir tröðfullu húsi. Rokkið flæddi um alla veggi og er það ætlun meðlima sveitarinnar að endurtaka leikinn í Hvítahúsinu.

Velunnarar sveitarinnar ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara því að hér er á ferðinni ein kraftmesta tónleikasveit landsins.

Sérstakur gestur þetta kvöldið verður Sigríður Guðnadóttir. Húsið opnar kl. 21 og hefst veislan fljótlega uppúr því.