Jet Black Joe í Hvíta í kvöld

Hljómsveitin Jet Black Joe spilar á vetrartónleikaröð Hvítahússins á Selfossi í kvöld.

Páll Rósinkrans er þar í fararbroddi en hljómsveitina þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum. Jet Black Joe hefur verið með vinsælli hljómsveitum lýðveldisins um árabil.

Mikil tilhlökkun er í herbúðum sveitarinnar þar sem þeir hafa ekki spilað á “sitjandi tónleikum” á Suðurlandi síðan 1992 og því orðið löngu tímabært.

Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir KL. 22 Miðaverð 2500