Í svörtum fötum í Hvítahúsinu

Í kvöld mun hljómsveitin Í svörtum fötum leika á brjáluðu sveitaballi í Hvíta húsinu Selfossi.

Heilt ár er síðan hljómsveitin heimsótti Sunnlendinga síðast og lofa þeir svartklæddu snarvitlausu stuði þar sem allt verður gert vitlaust – enda ekki annað í boði hjá þessari stuðhljómsveit sem var valin best á balli mörg ár í röð af hlustendum útvarpsstöðvarinnar FM957.

Þú vilt ekki missa af þessu balli!

Fyrri greinÖlvun og þungir bensínfætur
Næsta greinHúsnæðisverð hækkar á ný