Hvítahúsið og Stuðlabandið berjast við verðbólgudrauginn

Á laugardagskvöld ætla Hvítahúsið og Stuðlabandið í samstarfi við Tuborg standa fyrir kreppuballi – því fyrsta og vonandi því síðasta.

„Ætlunin er að veita sárþjáðum og skattpíndum landsmönnum uppá úrvals dansleik. Auk þess verður verðið á barnum fært niður og aftur um 15 ár til kl. 1. Sagan segir að fólk hafi getað fengið tvöfaldan í kók á 800 krónur og stóran bjór á 4-500 kall. Miðaverð á ballið er aðeins 1.000 krónur en til kl. 1 verður 2 fyrir 1 bæði við inngangin og á barnum.,“ sagði Einar Björnsson, forseti Hvítahússins í samtali við sunnlenska.is.

„Þetta er framlag Hvítahússins og Stuðlabandsins til að berjast við verðbólgudrauginn og það er margt sem bendir til þess að vísitala neysluverðs muni lækka vegna þessa,“ bætir Marinó Geir Lilliendahl, trommari Stuðlabandsins, við. „Við höfum verið að lesa hagfræði alla vikuna auk þess að horfa á stjórnarskrána sungna á RÚV og við þær rannsóknir höfum við komist að því að stemmningin verður geðveik á þessu balli,“ sagði Marinó ennfremur.

Vinum Hvítahússins og Stuðlabandsins bíðst að auki að komast frítt inn þetta kvöldið með því að taka þátt í léttum Facebook leik.

Þú einfaldlega gerir eftirfarandi:

* Bjóddu öllum vinum þínum á Facebook
* Taggaðu „Kreppuballið“ og segðu: Ég ætla á @“Kreppub…
* Mættu fyrir kl. 01, fljúgðu inn og fáðu glaðning frá TUBORG í kaupbæti.

Fyrri greinSkandia hætt að dæla í dag
Næsta greinVilja stöðva vegagerð í Mýrdalnum