Hvíta húsið í hátíðarskapi

Það verður mikið um að vera í Hvíta húsinu í desember og það má eiginlega segja að jólin komi snemma í ár.

Í kvöld verður blásið til stórtónleika þar sem Lay Low og Árstíðir ætla að flytja tónlist sína af stakri prýði en báðir listamennirnir eru nýbúnir að senda frá sér plötu, Brostinn strengur hjá Lay Low og Árstíðir sendu frá sér Svefns og vöku skil. Húsið mun opna stundvíslega kl. 21.

Annan dag jóla á svo að opna aftur eftir örstutt jólafrí og þarf það ekki að koma mörgum á óvart að Sálin hans Jóns míns mun halda uppi stuðinu á þeim dansleik, en þeir drengirnir hafa verið áskrifendur að þessari dagsetningu og aldrei svikið aðdáendur um fjör og skemmtun.

Forsala aðgöngumiða hefst 20. desember og fer fram í Barón og Gallerý Ozone.