Hringur með quiz á Kanslaranum

Föstudaginn 10. mars kl. 20 verður quiz spurningaleikur á Kanslaranum á Hellu. Þar getur fólk keppt eitt og sér eða myndað lið með tveimur til fjórum liðsmönnum.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. en það er Hringur, kór eldri borgara í Rangárþingi, sem stendur fyrir quizinu. Viðburðurinn er fjáröflun vegna söngferðalags til Danmerkur í maí.

Tilvalið er fyrir áhugasama að fá sér gott að borða á Kanslaranum á undan og svo er hægt að njóta guðaveiga meðan á leiknum stendur.

Fyrri greinHamar í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap
Næsta greinLið HSK í 2. sæti