Hreinræktað Europopp frá Ingó

Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson er í nýju hlutverki í Söngvakeppni Sjónvarpsins í vetur en hann er höfundur eins lagsins í keppninni.

Lagið heitir Stattu upp og verður flutt af strákabandinu Blár Ópal næstkomandi laugardagskvöld.

Þetta er í annað sinn sem Ingó tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en þó í fyrsta sinn sem lagahöfundur. Árið 2009 söng hann lag Hallgríms Óskarssonar, Undir regnbogann, og varð í öðru sæti á eftir Jóhönnu Guðrúnu.

Ingó semur lagið í félagi við upptökustjórann Axel „Flex“ Árnason frá Akureyri.

„Þetta er Europopp, hreinræktað, samið með stóra sviðið í huga og ekkert annað,“ sagði Ingó í samtali við sunnlenska.is.

Lagið má hlusta á hér.

Fyrri greinMarius sýnir í bókasafninu
Næsta greinBarnið hlaut ekki alvarlegan skaða