Högni og Roforofo í Skyrgerðinni

Tónlistarmaðurinn Högni og hljómsveitin Roforofo ætla að halda tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði sunnudaginn 17. desember kl. 20:30.

Högni er landsmönnum kunnugur sem söngvari hljómsveitanna Hjaltalín og Gusgus en var nú að gefa út sína fyrstu sólóplötu í eigin nafni, Two Trains.

Roforofo er ný hljómsveit tónlistarmannsins Ómars Guðjónssonar og hins þýska trommuleikara Tommy Baldu. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í lok október.

Miðasala er hafin á midi.is en miðaverð er 2.000 krónur og verður hægt að fá þessar glænýju plötur á kostakjörum á tónleikunum.

Fyrri greinNetkosning í kjöri íþróttafólks Árborgar
Næsta greinGóð tilþrif á héraðsmóti í taekwondo