Hljómsveitin NilFisk tíu ára í dag

Hljómsveitin NilFisk er tíu ára í dag en hún var stofnuð þann 10. mars 2003 af fjórum drengjum í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Þeir eru Jóhann Vignir Vilbersson á Eyrarbakka, (söngur og gítar), Víðir Björnsson á Eyrarbakka (gítar), Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri (trommur), Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri (bassi). Síðan bættist í hljómsveitina Karl Magnús Bjarnarson í Holti (gítar og söngur).

Hljómsveitin NilFisk er víða þekkt sem hljómsveitin sem hitaði upp fyrir Foo Fighters í Laugardalshöllinni í ágúst 2003 eftir að Dave Grohl heyrði þá á æfingu í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tók lagið með þeim þar.

NilFisk lék út um allt land ýmsum stöðum eins og Þjóðhátíð í Eyjum, Iceland Airwaves, Fiskideginum mikla á Dalvík og Aldrei fór ég suður svo eitthvað sé nefnt. Þeir fóru í tónleikaferðir til Danmerkur og léku í Kaupmannahöfn og víðar þar í landi. Alls komu þeir fram á nær 150 tónleikum á þeim nákvæmlega 5 árum sem hljómsveitin starfaði en þeir hættu á 5 ára afmælisdeginum þann 10. mars 2008.

Hljómsveitin kom fram í myndinni Gargandi snilld sem sýnd hefur verið út um allan heim. NilFisk gaf út hljómdisk árið 2006 sem heitir Don´t run after your own apples. Diskurinn er níu laga og fékk góða dóma.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsheimilisins á Eyrarbakka

Fyrri greinTveir áhugasamir um tívolí-reitinn
Næsta greinSelfyssingar bikarmeistarar í 4. flokki karla