Hlíf valin Ungfrú Suðurland

Hlíf Hauksdóttir, frá Hvolsvelli, var rétt í þessu krýnd Ungfrú Suðurland 2010 en Fegurðarsamkeppni Suðurlands fór fram á Hótel Selfossi í kvöld.

Eyjamærin Birgitta Ósk Valdimarsdóttir varð í 2. sæti og Ragna María Gestsdóttir frá Þorlákshöfn í 3. sæti. Svo skemmtilega vildi til að tvíburasystir hennar, Hanna Guðrún, krýndi systur sína en Hanna Guðrún varð í 3. sæti í keppninni í fyrra.

Thelma Sigurðardóttir frá Vestmannaeyjum hlaut nafnbótina sportstúlkan auk þess sem hún var valin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Sara Dögg Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum var valin vinsælasta stúlkan.

Sex stúlkur úr keppninni komast áfram í aðalkeppnina Ungfrú Ísland. Það eru þær Hlíf, Birgitta, Ragna María, Thelma, Sara Dögg, Eyjapæjan Svava Kristín Grétarsdóttir og Selfyssingurinn Steinunn Ýr Hjaltadóttir Bender.

Fyrri greinHætta á ferð við eldstöðvarnar
Næsta greinMikil umferð á Suðurlandi í alla nótt