Heppinn tónleikagestur fær innkomuna

Hljómsveitin Kiriyama Family heldur óvenjulega tónleika í kvöld, 11.11.11, á Faktorý í Reykjavík.

Þar mun einn lánsamur tónleikagestur fá alla innkomuna af tónleikunum greidda ef hann uppfyllir ákveðin skilyrði.

Skilyrðin sem þarf uppfylla er að líka við Facebook síðu hljómsveitarinnar, deila henni og kvitta á vegginn. Síðan þarf auðvitað að mæta líka á tónleikana.

Það kostar 1.000 kr inn og því fleiri sem mæta, því hærri verður upphæðin sem tónleikagesturinn heppni getur unnið.

Efri hæðin á Faktorý opnar 21:30 og mun DJ Milla sjá um upphitun. Tónleikarnir hefjast uppúr kl. 23:00 og í lok þeirra verður vinningshafinn dreginn út.