Helgi og félagar sigruðu

Helgi Jónsson og félagar hans sigruðu í söngkeppninni 'Blítt og létt' í Menntaskólanum að Laugarvatni í gærkvöldi.

Helgi steig á stokk ásamt bakraddasöngvurunum Sölva Má Birgissyni, Guðmundi Snæbjörnsyni, Aroni Nökkva Ólafsyni og Ragnari Kristinssyni. Þeir félagarnir fluttu lagið A-Ha lagið ‘Take on me’, á lifandi og skemmtilegan hátt.

Í 2. sæti urðu Jóhanna, Bryndís, Snæbjörg og Hörður Már með lagið ‘Dull flames of Desire’ og í þriðja sæti varð hópurinn Robot Margaritas Alejandro Adios Amiga Tout le monde Ensemble Sauerkraut Hansen með lagið ‘Boys, boys, boys’.

Atli Eyberg Örlygsson og félagar hans hlutu verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna.

Sautján atriði voru flutt í keppninni sem fór fram fyrir fullu húsi í Íþróttahúsi ÍHÍ. Undir tónlistaratriðunum lék hljómsveitin Stone Stones, en hana skipa þrír núverandi nemendur skólans, þeir Hörður Már Bjarnason, Hróðmar Sigurðsson og Steinn Daði Gíslason, auk Arnars Kára Guðjónssonar, fyrrum nemanda ML.

Keppnin var lokaþáttur ML-dagsins og var fjöldi nemenda úr grunnskólum á Suðurlandi meðal gesta á keppninni.