Helgi Björns mætir í fyrsta sinn á Selfossblót

Þrettánda Selfossþorrablótið nálgast og fer að venju fram í íþróttahúsi Vallaskóla á fyrsta laugardegi í þorra eða 25. janúar nk. Sérstakur forsöludagur er í Miðgarði á Selfossi í dag kl. 17-19.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði í ár, fjölbreyttur matur og skemmtiatriði auk þess sem menningarviðurkenningin Selfosssprotinn 2014 verður afhent.

Þá mun Helgi Björnsson mæta á Selfossþorrablót í fyrsta sinn og syngja margar af sínum bestu perlum, hljómsveitin Rófustappa mun svala þörf allra sem vilja sveifla sér í gömlu dönsunum og þjóðhátíðarhljómsveitin Dans á rósum mun svo sjá um sveifluna inn í nóttina. Hvergerðingurinn og útvarpsmaðurinn magnaði Sóli Hólm mun annast veislustjórnina.

Sérstakur forsöludagur verður í kvöld fimmtudaginn 9. janúar klukkan 17 – 19 í Miðgarði á Selfossi.

Selfossþorrablótið á Facebook

Fyrri greinVerkfræðistofa Suðurlands sameinast Eflu
Næsta greinHúni og Kammertónleikarnir tilnefndir