Helga Rún Ungfrú Suðurland 2011

Helga Rún Garðarsdóttir frá Hólmi í Austur-Landeyjum var valin fegurðardrottning Suðurlands 2011 á keppninni Ungfrú Suðurland á Hótel Selfossi í kvöld.

Níu stúlkur kepptu um titilinn en í 2. sæti varð Hildur Rós Guðbjargardóttir frá Selfossi og Guðrún Birna Gísladóttir frá Hveragerði varð í þriðja sæti. Guðrún Birna var einnig kosin netstúlka sunnlenska.is.

Fjóla Sif Ríkharðsdóttir frá Vestmannaeyjum var valin vinsælasta stúlkan.

Helga Rún, Hildur Rós og Guðrún Birna munu allar taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland sem fer fram á Broadway þann 20. maí nk.

Tæplega þrjúhundruð áhorfendur voru viðstaddir keppnina í kvöld sem var hin glæsilegasta.