Heimsviðburður í Hvíta

Hin heimsfræga hljómsveit GUS GUS með þau Urði, Daníel, Högna og Bigga innanborð mun leika á dansveislu í Hvítahúsinu í kvöld.

DJ Búni mun hita lýðin upp. Engu verður til sparað í hljóði og ljósum til að uppfylla kröfur sveitarinnar um að tónlistin skili sér í fullum gæðum til aðdáenda.

Síðast þegar að hópurinn mætti í Hvítahúsið var fullt hús, frábær stemmning og greinilegt að Sunnlendingar kunnu vel að meta danstóna af bestu gerð, enda var dansað í hverju horni hússins.

Hljómsveitin mun að sjálfsögðu taka alla sína bestu smelli, en þar á meðal eru lög eins og Add this song, Ladyshave, Over ofl. sem toppuðu vinsældalista á sínum tíma.

Húsið opnar kl. 23:59 og mun hljómsveitin stíga á svið fljótlega upp úr miðnætti.

Á Facebook er hægt að vinna miða á þennan einstaka viðburð með því að bjóða Facebookvinum og tagga svo “ég ætla á GUS…