Hátíð í Hofinu

Nýr menningarsalur í Pakkhúsinu – ungmennahúsi á Selfossi var vígður formlega í kvöld með tónleikum. Salurinn hefur fengið nafnið Hofið.

Fram komu hljómsveitirnar Metropolis, Kimono og sigurvegarar Músiktilrauna 2010; Of Monsters and Men.

Opnunarhátíðin mun standa fram á sunnudag en meðal þess sem er í boði er Dungeons and Dragons námskeið, leiklistarworkshop, FIFA mót, tískusýning, uppistand með Ara Eldjárn og margt fleira.