Hafdís Huld á Halldórskaffi í kvöld

Tónlistarkonan Hafdís Huld er á ferðalagi um landið til þess að fagna útgáfu sinnar þriðju sólóplötu Home. Hún spilar í Vík í kvöld.

Platan kom út í Bandaríkjunum og Evrópu nú í vor og hefur fengið frábæra dóma. Með Hafdísi Huld á ferðalaginu er gítarleikarinn Alisdair Wright en saman hafa þau komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims. Á dagskránni eru lög af sólóplötum Hafdísr Huldar sem og vel valin íslensk lög.

Tónleikarnir verða á Halldórskaffi í Vík í Mýrdal í kvöld, föstudaginn 25. júlí og hefjast klukkan 22:00 Miðaverð er 2.000 krónur og selt inn við dyrnar.

Fyrri greinFerðafólk hætt komið í Steinholtsá
Næsta greinUpplifun að versla á Selfossi