Hænsnabóndi með húmor

Sigurður Ingi Sigurðsson, hænsnabóndi í Hamarskoti í Flóahreppi, er fyndnasti maður Suðurlands 2011.

Sigurður bar sigur úr býtum í fyrstu uppistandskeppninni sem haldin hefur verið á Suðurlandi en hún fór fram á 800Bar í kvöld.

Fimm keppendur stigu á stokk en í öðru sæti varð Ísfirðingurinn Ingvar Örn Ákason og þriðji Einar Daði Gunnarsson.

Meistari Nilli hitaði upp salinn en hann var einn dómara í keppninni.