Gunni Þórðar á stórtónleikum á Sumar á Selfossi

Föstudaginn 7. ágúst nk. mun Gunnar Þórðarson mæta með fimm manna hljómsveit ásamt söngvurunum Stefáni Jakobssyni og Unu Stefánsdóttur og flytja „Bestu lög Gunnars Þórðarsonar“ á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi.

Tónleikarnir verða í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarðinum milli 21:00 og 23:00.

Gunnar Þórðarson er landsmönnum vel þekktur enda einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar og tónlistarperlur hans óteljandi. Fetar Gunnar Þóðarson í hóp annarra glæsilegra tónlistarmanna sem fyllt hafa hátíðartjaldið í Sigtúnsgarðinum undanfarin ár.

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar lét hafa það eftir sér að hann væri virkilega ánægður að geta boðið upp á svona glæsilega tónleika fyrir íbúa Árborgarsvæðisins.

„Þetta eru tónleikar sem þörf hefur verið á og gerum við ráð fyrir að mikil eftirsókn verði í miða á þessa tónleika, en uppselt hefur verið á föstudagstónleikana síðustu ár,“ sagði Guðjón Bjarni.

Fyrri greinFagna því að Hvammsvirkjun sé sett í nýtingarflokk
Næsta greinMestu afföllin á Vestur- og Suðurlandi