Guðjón Óskar sigraði

Hvergerðingurinn Guðjón Óskar Kristjánsson rúllaði upp trúbadorakeppni 800Bars en úrslitakvöldið fór fram í kvöld.

Sex atriði spiluðu til úrslita að loknum tveimur undankvöldum. Guðjón Óskar reif salinn með sér með hressleika og góðu lagavali. Hann var einróma valinn sigurvegari af dómnefndinni og fékk meðal annars þá umsögn að hann væri með „geðveika rödd”.

Rangæingurinn Albert Rútsson og félagar hans í Hinni heilögu þrenningu urðu í 2. sæti og jafnir í 3. sæti voru Hilmar Tryggvi Finnsson og Daði Freyr Pétursson.

Eiður Birgisson, veitingamaður á 800Bar, var ánægður með hvernig til tókst og fullvíst er að keppnin verður endurtekin að ári. „Það voru margir góðir keppendur sem tóku þátt í keppninni og hún opnar nýja möguleika fyrir efnilega tónlistarmenn,” sagði Eiður í samtali við sunnlenska.is.