Granít fyllti Brydebúð

Húsfyllir, og rúmlega það, var í Halldórskaffi í menningarhúsinu Bryddebúð í Vík í Mýrdal sl. laugardagskvöld á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar Granít.

Þar lék hljómsveitin lög af frábærum nýjum geisladiski “Örvænting” sem tekinn var upp í maí 2010 í Tankinum á Sólbakka á Flateyri hjá Önundi Pálssyni upptökumeistara.

Hljómsveitina Granít skipa Hróbjartur Vigfússon, gítarleikari, Auðbert Vigfússon, harmonikuleikari, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, trommuleikari, Sveinn Pálsson, gítarleikari, Kristinn J. Níelsson, gítar- og fiðluleikari og Bárður Einarsson, bassaleikari.

Fyrri greinHverfisráðið sér um Gimli
Næsta greinLokað vegna veðurs í Landeyjahöfn