Góugleði í Hvolnum

Kvenfélagið Eining í Hvolhreppi ákvað á haustdögum að efna til fjáröflunar og skemmta samborgurum sínum um leið.

Kvenfélaginu hafa, eins og vant er, borist ýmsar beiðnir um styrki og til þess að geta veitt styrki þarf að afla fjár.

Þess vegna verður blásið til dansleiks í Hvolnum á Hvolsvelli laugardaginn 17. mars. Ballið er opið öllum sem eru 20 ára og eldri og fólk er beðið um að taka daginn frá og byrja að pússa dansskóna. Þema gleðinnar er föt og fegurð áranna 1950-1980.