Glundroði aftur í úrslit

Hljómsveitin Glundroði frá Selfossi er komin í úrslit Músíktilrauna annað árið í röð. Gestir í salnum í Silfurbergi í Hörpu kusu Glundroða áfram í gærkvöldi.

Það var frábær stemmning í Silfurbergi í gærkvöldi.

Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn CeaseTone og salurinn kaus Glundroða.

Hljómsveitina skipa þeir Alexander Freyr Olgeirsson, gítar/söngur, Anton Guðjónsson, gítar/söngur, Gunnar Guðni Harðarson, fiðla/söngur, Hallgrímur Davíð Egilsson, bassi/harpa/söngur og Birkir Pétursson, trommur/söngur.

Glundroði hefur starfað frá því í fyrra og spilar þjóðlagarokktónlist undir víðtækum áhrifum.

Þriðja undankvöld tilraunanna er í kvöld og þá stígur hljómsveitin Aragrúi frá Selfossi á stokk.

Fyrri greinHerjólfur siglir í Landeyjahöfn
Næsta greinSlagverkstríóið áfram í Hörpu