Glaðasti hundurinn í Hvíta í kvöld

Í kvöld er komið að hinu árlega Októberfest Hvítahússins á Selfossi þar sem gleðigjafarnir í hinu al-íslenska Stuðlabandi halda uppi stemmningunni ásamt sérstökum gesti.

Sérstakur gestur hjá þeim verður glaðasti hundur í heimi, Friðrik Dór, en pilturinn sá á vinsælasta lagið á klakanum um þessar mundir.

Mikið verður um dýrðir þetta kvöld að venju, ölið á tilboði og þýskar pylsur fylgja með.

Miðaverð er 1.500 kr, frítt inn til kl. 1 en húsið opnar kl. 23 og aldurstakmark er 18 ár. Gestir eru minntir á að hafa persónuskilríki í farteskinu.

Fyrri greinPáll Jökull sýnir landslagsmyndir
Næsta greinViðar til skoðunar hjá Vålerenga