Glæsilegt konukvöld á 800

Purpura tískuvöruverslun, Stofan, Riverside Spa, Sjafnarblóm og Íris í Gordjös standa fyrir frábæru konukvöldi á 800Bar á föstudagskvöld.

Örlygur Smári, Daníel Haukur, Sigga Klingenberg og fyndnasti maður Suðurlands 2011, Sigurður Ingi eru meðal þeirra sem sjá um að halda uppi fjörinu.

Vífilfell býður öllum konum Cidr drykk og á Facebook-síðu 800 er leikur í gangi þar sem dregnar eru út Cidr fötur.

Ein heppin kona fær í verðlaun “Extreme makover”, föt frá Purpura, Stofan sér um hárið og Riverside Spa gefur litun og plokkun.

Húsið opnar klukkan 20:30 og karlmenn eru velkomnir eftir klukkan 23:00 – og það er frítt inn!

“Það er skyldumæting fyrir sunnlenskar stúlkur. Það er F í kladdann hjá þeim sem mæta ekki,” sagði Eiður Birgisson, veitingamaður á 800Bar, í léttu spjalli við sunnlenska.is.