Gjáar reunion á 800Bar

Föstudaginn 4. nóvember verður Gjáar reunion á 800Bar þar sem stemmningin á þessum goðsagnakennda skemmtistað verður rifjuð upp með hljómsveitinni Gildrunni.

„Guðlaugur sjálfur, Laugi í Gjánni hefur staðfest komu sína og verður á vaktinni á barnum. Hver veit nema hann splæsi einum umgangi á gestina. Síðan erum við að vinna í því að fá þessi gömlu legend; Bjarka Vilhjálms, Þorsteinn Magnússon, Júlíus Hólm og fleiri til að aðstoða Lauga á barnum þetta kvöld,“ sagði Eiður Birgisson á 800Bar í samtali við sunnlenska.is.

„Ég vil hvetja alla þá sem stunduðu Gjána til þess að mæta og hlusta á eitt öflugasta band landsins á balli á 800Bar. Selfoss var um árabil einn af alsterkustu stöðum hljómsveitarinnar og er mörgum enn í fersku minni magnaðar uppákomur hljómsveitarinnar í Gjánni,“ sagði Eiður ennfremur.

Facebooksíða viðburðarins

Fyrri greinÍR fékk sigurinn á silfurfati
Næsta greinAðeins fjögur laus störf