Gildran á 800Bar

Hin goðsagnakennda rokksveit Gildran heldur útgáfutónleika á 800Bar laugardaginn 27. nóvember.

Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld. Platan hefur fengið frábæra dóma og ekki síður tónleikar sveitarinnar undanfarnar vikur, en þeir hafa þótt hreint magnaðir.

Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Hljómsveitin verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögunum síðastliðin 20 ár.

Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika víða um land, þar sem öllu verður tjaldað. Hljómsveitin verður á 800 bar Selfossi laugardaginn 27. nóv og hefjast tónleikarnir kl: 21:00.