Gefðu lögunum Paris Hilton-stig (ef þau eiga það skilið)

Selfyssingurinn Elín Esther Magnúsdóttir hefur hannað mjög óhefðbundið stigaspjald sem ætti að geta hresst heldur betur upp á stemmninguna í Eurovision partíinu í kvöld.

Elín, sem er annálaður Eurovisionaðdáandi, hefur undanfarin fjögur ár hannað skemmtileg stigaspjöld þar sem áhorfendur geta gefið lögunum stig á allt öðrum forsendum en dómnefndir keppninnar gera.

„Ég hef rosalega gaman af því að fylgjast með keppninni og vildi koma með nýtt sjónarhorn á hana. Ég sendi þetta fyrst á nokkra vini mína en nú er það orðið þannig að þegar líða tekur að keppninni þá fer fólk að reka á eftir þessu við mig. Þetta er orðinn ómissandi hluti af kvöldinu hjá þeim,“ sagði Elín í samtali við sunnlenska.is.

Þú getur hlaðið Eurovision stigaspjaldinu niður hérna og prentað það út og svo er bara að njóta stemmningarinnar