Fyrsta lagið komið í spilun

Von er á nýrri plötu frá Jónasi Sigurðssyni þann 1. október nk. Hægt er að hlusta á fyrstu smáskífuna af plötunni á heimasíðu Jónasar.

Lagið heitir Hamingjan er hér en þar nýtur Jónas liðsinnis hljómsveitarinnar Ritvélar framtíðarinnar.

Hljómplatan sjálf er önnur sólóplata Jónasar og ber hún nafnið Allt er eitthvað. Platan kemur út í Reykjavík þann 1. október nk. Margir hafa beðið eftir nýrri plötu frá Jónasi en frumraun hans, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, kom út árið 2007 og var af mörgum talin besta plata þess árs.

Hlustaðu á Hamingjan er hér á jonassigurdsson.com