Fyrsta lag Stuðlabandsins komið í spilun

Hljómsveitin Stuðlabandið hefur sent frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist Ekki sami maður og verður hægt er að nálgast það frítt á Tónlist.is næstu vikuna.

Sögu Stuðlabandsins má rekja allt aftur til ársins 2005 þegar nokkrir drengir úr grunnskólanum á Selfossi ákváðu að stofna hljómsveit og spila saman það sem skemmtilegast var hverju sinni. Þessir drengir voru þeir Gísli Guðjónsson, Marinó Geir Lilliendahl, Ólafur Tryggvi Pálsson og Óskar Kúld Pétursson.

Síðan 2005 hefur Stuðlabandið getið af sér gott orð fyrir mikla spilagleði og gríðarmikla stemningu. Þeir hafa sett sér það markmið að ná alltaf að skemmta sér með samkomugestum og hefur það tekist vel hingað til.

Bandið í núverandi mynd eftir nokkrar mannabreytingar er skipað þeim Bjarna Rúnarssyni, Fannari Frey Magnússyni, Magnúsi Kjartani Eyólfssyni, Marinó Geir Lilliendahl, Óskari Kúld Péturssyni, Sigurgeiri Skafta Flosasyni og Stefáni Ármanni Þórðarsyni. Þessi hópur hefur verið saman síðan 2010 og hefur Stuðlabandið síðan þá verið í stöðugum vexti.

Undanfarin misseri hefur Stuðlabandið verið að færa sig meira og meira inn í hljóðver til að taka upp sitt eigið efni. Í maí 2012 kom út fyrsta lag hljómsveitarinnar Ekki Sami Maður og er það frumraun hljómsveitarinnar á öldum ljósvakans.

Lagið á Tónlist.is

Allar nánari upplýsingar um Stuðlabandið má finna á Facebooksíðu hljómsveitarinnar.