Fyrsta ballið í Eden

Eden í Hveragerði bryddar upp á mörgum nýjungum í vetur og meðal annars verða böll og tónleikar í húsinu. Fyrsta ballið er í kvöld.

Það er hljómsveitin Feðgarnir sem stígur á stokk í Eden milli kl. 23 og 03. Húsráðendur í Eden skora á Hvergerðinga og aðra að mæta enda er þetta eitthvað sem fólk hefur verið að bíða eftir.