Frostrósir verða á Selfossi

Frostrósir halda í ár upp á tíunda tónleikaárið og blása til sannakallaðrar tónleikaveislu á aðventunni.

Líkt og undanfarin ár munu þau gera víðreist um landið og í tilefni afmælisins verða allir landshlutar sóttir heim. Tónleikastaðir verða þrettán talsins og eiga allir landsmenn þess kost að sækja Frostrósatónleika í heimabyggð eða næsta nágrenni.

Frostrósir sóttu Selfoss heim í fyrsta skipti í fyrra og verður leikurinn endurtekinn í ár. Þar verða flutt vinsælustu lög Frostrósa í hátíðlegri og veglegri umgjörð.

Flytjendur í tónleikaferð Frostrósa um landið verða þau Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja Unglingakór Selfosskirkju og stúlknakór, og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.

Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Selfosskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 21:00.

Miðasala hefst mánudaginn 3. október en sérstök forsala fyrir vini Frostrósa á Facebook og félaga á póstlista Frostrósa verður föstudaginn 30. september. Nánari upplýsingar á www.frostrosir.is