Frábærir tónleikar með Jónasi og Ritvélunum

Þakið ætlað að rifna af Hvítahúsinu á Selfossi undir lok tónleika Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar í kvöld.

Jónas var mættur með Ritvélunum á vetrartónleikaröð Hvítahússins en vel á annað hundrað manns var í salnum og stemmningin var mögnuð.

Jónas flutti efni af báðum plötum sínum auk nýrra laga og fangaði salinn þess á milli með einlægum hugleiðingum um lögin sín.

Eftir hlé hertu Ritvélarnar á keyrslunni og allt ætlaði um koll að keyra í lokin þegar vinsælustu lög sveitarinnar hljómuðu auk frábærrar útgáfu á Paradísarfugli Megasar og nokkuð óvæntum Röngum manni með Sólstrandargæjunum í bláendann. Hljómsveitin var tvívegis klöppuð upp og eftir tónleikana klöppuðu gestirnir og stöppuðu langleiðina út á götu…

Fyrri greinFyrstu stig FSu í vetur
Næsta greinLaugi í essinu sínu