Frábært textamyndband frá Elínu Helenu

Sunnlenska pönkhljómsveitin Elín Helena skellti sér í hljóðver á dögunum og tók upp tvö lög. Auk þess setti sveitin saman textamyndband við annað lagið.

„Elín Helena hendir spurningum út í kosmósinn! Það þarf einhver að spyrja áleitinna spurninga og því ekki partípönksveitin? Já, því ekki?“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Upptökurnar heppnuðust vel en tekin voru upp tvö lög; lifandi, hratt og pönkað. Hér fyrir neðan er opinbert textamyndband við fyrra lagið, Ég bara spyr, en textamyndbönd eru heitasta heitt hjá krökkunum í dag.

Í fyrra gaf Elín Helena út breiðskífuna Til þeirra er málið varðar, en platan var ein af eftirtektarverðustu plötum ársins 2014.

Fyrri greinGullkistan: 20 ár – sýningarlok
Næsta greinLoftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður