Forsölu lýkur í kvöld

Á morgun, laugardag, verður mikil gleði í Þorlákshöfn þegar hljómsveitin Klaufar leikur á stórdansleik í Raiðhöll Guðmundar.

Forsala hefur verið í Hlölla-bátum á Selfossi og Víking Pizza í Þorlákshöfn og hefur hún gengið vel hingað til.

Enn er möguleiki fyrir fólk að tryggja sér miða í forsölu, en henni lýkur í kvöld.

Þá er einnig möguleiki fyrir fólk að tryggja sér sæti í sætaferðir frá Selfossi. Skráning í sætaferðirnar eru á Facebook-síðu dansleiksins.

Annars gengur undirbúningur fyrir ballið vel. Vaskir menn frá hestamannafélaginu Háfeta voru að setja upp svið og gera gólfið klárt í gærkvöldi.

Það er umboðsskrifstofan Sonus sem heldur ballið og þar á bæ eru menn bjartsýnir.

„Það hefur heyrst af árshátíðum og veislum um allan bæ fyrir ballið og hef ég heyrt í fólki sem kemur víða að,“ segir Bergsveinn Theodórsson, framkvæmdastjóri Sonus.

Fyrri greinTímabilið hefst hjá FSu og Hamri
Næsta greinHreint hjarta prestsins