Forsalan á Selfossslúttið hafin

Lokahóf Selfyssinga, meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna, verður haldið laugardagskvöldið 17. september í Hvítahúsinu.

Knattspyrnumenn og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta og enda frábært fótboltasumar saman á einu glæsilegasta slútti til þessa. Og gera sér glaðan dag. Forsala miða er hafin í Blómavali á Selfossi.

Matseðill:
Fordrykkur í boði PIMM’S – Sveppasúpa m/brauði
Lambafille með Gratínkartöflu og rauðvínssósu.
Súkkulaðifantasía með rjóma.

Dagskrá:
Verðlaunaafhending, Ari Eldjárn, Skímódrengirnir Gunnar Óla og Hebbi , dansleikur með Ingó og Veðurguðunum ásamt Jóhönnu Guðrúnu. Veislustjóri Guðni Ágústsson.

Miðaverð er aðeins kr. 5.900.- ATH. Takmarkaður miðafjöldi! Húsið opnar kl. 19 og á miðnætti fyrir almenning á dansleik.

Fyrri greinFyrsta bókin um Vatnajökulsþjóðgarð
Næsta greinGuðmunda valin í U19