Forsala hafin á Kótelettuna

Forsala er hafin á bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíðina Kótelettuna 2011 sem haldin verður um Hvítasunnuhelgina á Selfossi.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og er um sannkallaða kjötkarnivalhátíð að ræða með áheyrslu á afurðir sunnlenskra framleiðenda og bænda. Auk þess er frí glæsileg skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin verða svo risadansleikir á inni- og útisviðum þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram.

Forsalan fer fram í herrafataversluninni Barón á Selfossi og á www.kotelettan.is

Fyrri greinVandkvæði að fá fólk í vinnu
Næsta greinSport-tæki opnar verslun