Fjórða Inghólskvöldið í kvöld

Hið árlega og margrómaða Inghóls-reunion verður haldið í kvöld í Hvítahúsinu á Selfossi.

Þetta er í fjórða sinn sem blásið er til þessara endurfunda og sem fyrr eru það næntís skífuþeytararnir TJ the DJ og DJ Marvin, Þórir Jóhanns og Einar Bárðar, ásamt sérstökum gestum sem leika fyrir dansi.

Aldurstakmark er 30 ár og heiðursgestir þetta árið er ’72 árgangurinn. Miðaverð er 1.000 krónur.