Fernir tónleikar á Suðurlandi

Brother Grass halda af stað út á land með nesti í körfu, þvottabalann á þakinu og blússandi hamingju í farteskinu.

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu í desember á síðasta ári og halda þau tónleika vítt um land í júlí þar sem þau munu kynna frumburðinn ásamt nýju efni.

Þau leggja leið sína um Suðurland og spila á Kaffi Kletti í Reykholti í kvöld kl. 21:30, á Kaffi Rós í Hveragerði á morgun kl. 21, í Sögusetrinu á Hvolsvelli á þriðjudagskvöld kl.21 og á veitingahúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri á miðvikudagskvöld kl. 21.