Eva Dögg Ungfrú Suðurland 2012

Eva Dögg Davíðsdóttir, 18 ára Eyjamær, var valin Ungfrú Suðurland 2012 á Fegurðarsamkeppni Suðurlands sem fram fór á Hótel Selfossi í kvöld.

Fjórtán glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppninni og munu fimm þeirra fara áfram í keppnina um Ungfrú Ísland.

Í 2. sæti varð Heiðrún Helga Ólafsdóttir frá Hvolsvelli, í 3. sæti Sandra Silfá Ragnarsdóttir frá Selfossi, í 4. sæti Bryndís Hera Gísladóttir frá Þorlákshöfn og í 5. sæti Bylgja Sif Jónsdóttir frá Hveragerði. Lesendur sunnlenska.is kusu Bylgju Sif netstúlku sunnlenska.is.

Alexandra Rut Kristinsdóttir frá Ferjunesi í Ölfusi var valin ljósmyndafyrirsæta Suðurlands, Guðrún Telma Þorkelsdóttir frá Eyrarbakka var valin sportstúlka Suðurlands og Arney Lind Helgadóttir var valin bjartasta brosið. Keppendurnir völdu Þórhildi Ósk Stefánsdóttur frá Vestmannaeyjum vinsælasta keppandann.

Keppnin á Hótel Selfossi var hin glæsilegasta og fór hún fram fyrir fullu húsi undir styrkri stjórn Bessa Theodórssonar sem var kynnir keppninnar.

Í dómnefnd voru Arnar Laufdal formaður, Guðrún Möller, Heiðar Jónsson, Silja Allansdóttir og Hlíf Hauksdóttir.

Fyrri greinEndaspretturinn var Þórsara
Næsta greinArtemisia fyrsta konan til að sigra