Ensími í Hvíta í kvöld

Hljómsveitin Ensími gaf út plötuna Gæludýr á síðasta ári og í tilefni af útgáfunni ætlar bandið að troða upp á vetrartónleikaröð Hvítahússins í kvöld.

Nýja platan hefur fengið frábærar viðtökur en hljómsveitina Ensími þarf vart að kynna enda ein ástsælasta rokkhljómsveit landsins.

Ensími hefur ekki heimsótt landsbyggðina í hjartnær 10 ár og því kærkomið tækifæri fyrir tónlistarunnendur að bera sveitina augum enda talin gífurlega frambærileg tónleikasveit.

Húsið opnar kl. 22 og tónleikarnir hefjast kl. 23.