Eitt gott gigg í Evrópu

„Áhuginn kviknaði þegar ég sá auglýsta plötusnúðakeppni,“ segir hinn 15 ára Sverrir Ómar frá Selfossi sem getið hefur sér gott orð sem plötusnúður undir listamannsnafninu DJ Sveppz.

Eftir að hafa fengið plötusnúðagræjur að gjöf fór Sverrir á fullt og síðan hefur hann komið fram víða um land. Þar á meðal hefur hann komið tvisvar fram unglingalandsmóti UMFÍ. Fyrst árið 2011 á Egilsstöðum og svo í sumar þegar mótið var haldið á Selfossi.

Sverrir kann einkar vel við sig í hlutverki plötusnúðs og ætlar sér stóra hluti á þessu sviði. Þrátt fyrir að stefna hátt heldur hann sig á jörðinni. „Draumurinn er samt að taka eitt gott gigg í Evrópu,“ segir Sverrir.

„En maður veit svo sem aldrei hvar maður endar.“ Þann 16. nóvember kemur DJ Sveppz fram á stórdansleik í Njálsbúð ásamt hjómsveitinni Allt í einu, Froðunni og fleiri góðum gestum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinBreytingar í Dótabúðinni
Næsta greinToto, Bo og allt að gerast