Eina ball ÁMS í sumar

Hljómsveitin Á Móti Sól, sem hefur verið í fríi frá áramótum ætlar að spila á stórdansleik á Útlaganum á Flúðum í kvöld.

Þetta verður eina ball ÁMS í sumar og hljómsveitin lofar frábærri frammistöðu og hrikalegum tilboðum á barnum!

Sérstakir gestir verða Viagra belgirnir Raggi Bjarna,Toggi í Tempó og Hemmi Gunn, en þeir eru allir á heimsminjaskrá Unesco.

Ekki missa af þessu elskan mín!