Eiga góðar minningar frá Eyrarbakka

Eyrarbakki er í stóru hlutverki í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Retro Stefson við lagið „Skin“ sem er það fyrsta af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar.

Í myndbandinu syngja og dansa Unnsteinn Manúel og Haraldur Ari um götur Eyrarbakka og kemur þorpið virkilega skemmtilega út á skjánum.

„Þetta er dálítið eins og trailer af einhverri feel-good mynd,“ segir Unnsteinn Manúel í samtali við Vísi. „Þegar við komum fyrst til Íslands, ég og Logi bróðir, þá vorum við í sumarbústað á Eyrarbakka í sumarfríi. Þannig að við eigum góðar minningar þaðan.“

Það er góður föstudagsfílingur í þessu lagi. Kíkið á það hér fyrir neðan og hækkið í græjunum.

Fyrri greinMexíkósúpa með nachos og kasjúhnetuosti
Næsta greinMánar leika fyrir dansi