Dúndurfréttir í Hvíta í kvöld

Hljómsveitin Dúndurfréttir mun leika á vetrartónleikaröð Hvítahússins í kvöld, föstudagskvöld.

Hljómsveitin leikur lög hljómsveita á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri. Síðast þegar hljómsveitin spilaði í Hvítahúsinu komust færri að en vildu og ekki er búist við minni látum í þetta skiptið.

Það er því mikilvægt fyrir fólk að tryggja sér miða og mæta tímanlega, en húsið opnar kl. 21:30.